3825

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Gerðaskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra

15. mars

Staða aðstoðarskólastjóra við Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2018.

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi.

Markmið og verkefni

  • Fagleg forysta
  • Stjórnun, ábyrgð á daglegri starfsemi sem staðgengill skólastjóra í forföllum hans
  • Stuðla að framþróun skólastarfsins
  • Aðkoma að ráðningum, mannauðsstjórnun og vinnutilhögun

Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasamfélagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og samningum/samstarfsverkefnum skólans við aðrar stofnanir

Menntun, færni og eiginleikar

  • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
  • Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
  • Reynsla af skipulagi og stjórnun kostur
  • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um
  • Hvetjandi og góð fyrirmynd

Umsóknarfrestur er til 9. apríl 2018.

Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið eva@gerdaskoli.is.

Heimasíða skólans er gerdaskoli.is og sími 4227020

Nánari upplýsingar veitir Eva Björk Sveinsdóttir s. 8984496

 

Mynd af krökkum í fótbolta á lóð Gerðaskóla
Færðu mig upp fyrir alla muni!