2742

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Fjölmenni fylgdist með sólsetri á Garðskaga

Það var fjölmenni á Garðskagavita í gærkvöldinu til að fylgjast með sólsetrinu á sjálfum sumarsólstöðum, þegar dagur er hvað lengstur. Sólin settist þegar klukkan var fjórar mínútur yfir miðnætti í nótt og mátti sjá fólk í faðmlögum fylgjast með sólinni fara niður fyrir Snæfellsnesfjallgarðinn.

Það er komin hefð á það að fólk safnist saman á Garðskaga á þessu kvöldi til að fylgjast með sólsetrinu en skilyrði í gær voru ákjósanleg, þó svo aðeins hafi kulað af hafi. Margir síðustu dagar hafa einnig verið sólarlausir og því var sú gula langþráð í gærkvöldi. Vonandi að næstu dagar verði góðir og ákjósanlegir til að njóta sólar og sólseturs á Garðskaga.

Á meðfylgjandi ljósmynd spilar gamli vitinn á Garðskaga stórt hlutverk í því listaverki sem sólin tekinar ávallt á Garðskaga við sólsetur.

Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Listakonan Inga Rósa Kristinsdóttir opnaði myndlistasýningu í Flösinni á Garðskaga sl. sunnudag 2 júlí. Sýningin stendur í tvær vikur eða til 16. júlí. Á sýningunni má líta olíumálverk af hestum og fleira. Inga Rósa er áhugalistamaður og hefur verið á námskeiðum hjá Myndlistaskóla Reykjanesbæjar síðan 2002. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á myndlist síðan hún varbarn og málað alla tíð. Frekari upplýsingar um Ingu er að finna á heimasíðu hennar http://www.ingarosa.com

Það hefur líkast til ekki farið fram hjá neinum sú mikla uppbygging sem er að eiga sér stað á Suðurnesjum. Ný hús rísa í öllum sveitarfélögum og er þar notast við helstu tækninýjungar.

Ekki eru þó allir eins sannfærðir um að nýtt sé endilega betra í þessum efnum og á það svo sannarlega við portúgölsku smiðina sem ljósmyndari Víkurfrétta hitti í Garðinum fyrir skemmstu.

Þeir voru að steypa í sökkul á nýbyggingu við Ósbraut og notuðust við steypuhrærivél og báru steypuna að mótunum í forláta trogi sem þeir báru á milli sín og helltu í mótin.

Það má því með sanni segja að gamli tíminn sé ennþá við líði a.m.k. sums staðar.

VF-mynd/Þorgils

Umhverfisnefnd Garðs veitti í vikunni Fegrunarverðlaun til íbúa sem hafa hugsað vel um umhverfi sitt og eru Garðinum til sóma. Nefndinni þótti áberandi hversu margir eru ýmist að hefja eða ljúka framkvæmdum í görðum sínum. Umhverfi og útlit hefur tekið stakkaskiptum á mörgum stöðum og það er vissulega jákvætt. Verðlaunin sem veitt voru eru eftirfarandi:

- Oddur Jónsson og Berglind Guðlaugsdóttir fengu verðlaun fyrir fallegan og vel hirtan garð að Skagabraut 18.
-Viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi hlutu Ágústa Ásgeirsdóttir og Magnús Rúnar Jónasson að Hraunholti 12.
- Theodór Guðbergsson og Jóna H. Hallsdóttir að Skólabraut 11 fengu einnig verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi.
- Bragi Guðmundsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang á nýju íbúðahverfi Búmanna.
- Hvatningarverðlaun voru veitt íbúum Lyngbrautar þar sem gatan er mjög snyrtileg og greinilega hægt að sjá að þar er hugað að umhverfinu.

Þetta var í fyrsta sinn sem hvatrningarverðlaunin voru veitt heilli götu og vonast umhverfisnefnd Garðsins til að hvatningarverðlaun sem þessi verði íbúum Lyngbrautar og annarra gatna í Garðinum hvatning til frekari góðra verka.

Video: Fallegir garðar og umhverfi í Garði

Myndir frá verðaunagörðunum má sjá í Ljósmyndasafni Víkurfrétta.

http://www.vf.is/mannlif/numer/27736/default.aspx

VF mynd: Garðurinn við Skagabraut 18.

Kl. 12:30 Svæðið og leiktæki opin fyrir gesti og gangandi.

Kl. 13:00-13:30 Hátíðin sett, fánahylling og ræða fjallkonu.

Kl. 13:30-14:00 Idolstjarna Íslands, Snorri Snorrason ásamt Vigni gítarleikara Írafárs, taka lagið og gefa eiginhandaráritanir.

Kl. 14:00-15:00 Söngvakeppni 17. júní. Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu spilar undir.

Kl. 15:00-15:30 Túbadorinn Addi M. og Óli Árni taka nokkra slagara.

Kl. 15:30-15:45 Úrslit Söngvakeppninnar. Sigurvegari tekur lagið.

Kl. 15:45-17:00 Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu tekur lagið.

Kl. 12:30-17:00 Leiktæki, hoppukastalar, candyfloss, fánar, veifur, grillaðar pylsur, fótbolti og ýmislegt annað verður í gangi allan daginn fyrir krakkana.

Kl. 12:30-17:00 10. bekkur Garðaskóla verður með kaffi og kökur fyrir hátíðargesti.

Kl. 24:00 - Stórdansleikur með hljómsveitinni Safnaðarfundur eftir messu í Samkomuhúsinu. 18 ára aldurstakmark.

Sólarlagið í Garðinum getur verið yfirnáttúrulegt og að því komst myndatökumaður okkar í gærkvöldi. Í sömu mund og sólin settist á bakvið Snæfellsjökulinn sigldi seglskip með fjögur möstur inn Faxaflóann með stefnu á Reykjavík. Í kjölfarið fylgdi íslenskur togari með afla úr lögsögunni.
Blóðrauður himininn bar þess merki að í vændum væri fallegur dagur sem raunin varð á en næstu dagar munu einkennast af blíðviðri og léttskýjuðu veðri og því gefast örugglega fleiri dagar til að mynda sólarlagið á Garðskaga og víðar á Suðurnesjum.

Myndband með sólarlags- og seglskútumyndum ná nálgast hér.

Myndataka og klipping: Hilmar Bragi Bárðarson

Garði 20. júlí 2006

Kæru Garðbúar

Nú fer senn að líða að 100 ára afmæli Garðs en í júní árið 2008 hefur Garðurinn verði sjálfstætt sveitarfélag í 100 ár. Af því tilefni viljum við biðja ykkur að taka höndum saman og veita umhverfinu sérstaka athygli. Fallegt og hreint umhverfi er til mikillar prýði fyrir bæinn okkar, það gefur Garðinum fallega ásýnd og veitir okkur tækifæri til að vera öðrum til fyrirmyndar. Garðurinn er náttúruperla og við ættum að nýta þá möguleika sem umhverfið og bærinn hefur uppá að bjóða. Með hreinu umhverfi og bættri aðstöðu getum við laðað til okkar fleiri gesti um leið og við sköpum betri bæ fyrir okkur sjálf.
Vinna við umhverfisstefnu bæjarins er þegar hafin en markmið hennar er m.a. það að skapa umhverfisvænna samfélag þar sem á öllum sviðum er unnið að betrumbættu umhverfi, fólkinu og náttúrunni til góða. Til þess að unnt sé að ná slíku markmiði er nauðsynlegt að allir leggi sitt af mörkum. Hugmyndir og ábendingar íbúa skipta því miklu máli þegar ráðist er í framkvæmdir og ákvarðanir eru teknar. Við viljum því hvetja ykkur til þess að hafa samband við umhverfisnefnd Garðs t.d. með tölvupósti og koma þannig skoðunum ykkar á framfæri.

Með fyrirfram þökk og von um góðar móttökur,
Umhverfisnefnd Garðs
Netfang: gardur@svgardur.is
Sími: 422-7150

  • Kynning á gömlum þjóðleiðum í samvinnu við Ferðamálasamtök Suðurnesja og leiðsögumenn Reykjaness.
    Hugmyndin er að bjóða upp á fimm menningar- og sögutengdar gönguferðir um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum frá 6.ágúst – 3. sept. ´06.
    Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út göngukort „Af stað” á Reykjanesið og hafa jafnframt verið að stika gömlu þjóðleiðirnar. Leiðsögumenn Reykjaness munu sjá um fræðsluna og leiða hópinn. Reynt verður að gera göngurnar bæði skemmtilegar og fræðandi. Ferðirnar miðast við alla fjölskylduna og er áætlað að hver ganga taki ca. 4 tíma með leiðsögn og nestisstoppi. Boðið verður upp á kort þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð og þegar búið verður að fara 3 - 5 þjóðleiðir, verður dregið úr kortum og einhver heppinn fær góð verðlaun. Dregið verður eftir síðustu gönguna.
    Stefnt er að því að tengja ferðirnar hátíðum sveitarfélaganna: Vogahátíð, Sólseturshátíð, Sandgerðisdögum og Ljósanótt. Ferðirnar enda við hvert sveitarfélag, þar sem að fólk getur farið í sund, fengið sér að borða og gist á tjaldsvæðum og notið hátíða sveitarfélaganna. Fyrsta ferðin verður um Verslunarmannahelgina
  • Færðu mig upp fyrir alla muni!