3816

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Ferskir vindar handhafi Eyrarrósar

2. mars

Ferskir vindar handhafi Eyrarrósar.

Þann 1. mars fór fram afhending Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.  Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar í Garði hlaut Eyrarrósina að þessu sinni, en það var Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti Mireyu Samper viðurkenninguna við athöfn á Neskaupstað.

Listahátíðin Ferskir vindar eru samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Garðs og Ferskra vinda og hefur hátíðin verið haldin fimm sinnum í Garði.  Sveitarfélagið veitir hátíðinni fjárhagslegan stuðning, auk þess sem listafólk sem tekur þátt í hátíðinni fær afnot af aðstöðu hjá sveitarfélaginu til listsköpunar og sveitarfélagið leggur til sýningaraðstöðu.  Mireya Samper er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri. 

Listahátíðin Ferskir vindar setur jafnan mikinn svip á samfélagið í Garði.  Fjöldi listamanna frá ýmsum löndum tekur þátt og dvelur í Garði nokkrar vikur í senn.  Þá vinnur listafólkið með börnum í skólum sveitarfélagsins, sem er jákvætt og þroskandi fyrir börnin.  Meðan hátíðin stendur yfir eru alls kyns uppákomur, tónleikar og gjörningar, auk þess sem haldnar eru sýningar á listsköpun þátttakenda.

Sveitarfélagið Garður er stolt af þeirri viðurkenningu sem Ferskir vindar hafa hlotið með Eyrarrósinni og óskar Mireyu Samper og hennar samstarfsfólki í Ferskum vindum innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.  Einnig fær samfélagið í Garði og starfsfólk sveitarfélagsins hamingjuóskir með þá viðurkenningu sem felst í Eyrarrósinni, með þökk fyrir þeirra aðkomu að framkvæmd hátíðarinnar.

Ferskir vindar Eyrarrós 2018
Færðu mig upp fyrir alla muni!