2761

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu
Fjölbreytt dagskrá var á Degi íslenkrar tungu í Gerðaskóla. Eldra stigið, 6. til 10. bekkur voru með skemmtun. Á dagskránni var upplestur, söngur og fleira. Yngra stigið, 1. til 5. bekkur, hélt sína hátíð þar á eftir og höfðu allir bekkir undirbúið sig vel. Nemendur höfðu samið ljóð og örsögur og að sjálfsögðu voru einnig flutt ljóð og vísur eftir Jónas Hallgrímsson, þjóðskáldið okkar, en þess var minnst að 200 ár eru síðan hann fæddist. Að venju hefjast þennan dag formlegar æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppnina hjá 7. bekk.

Forvarnardagurinn var haldinn 21. nóvember. Dagskrá fór fram í 9. bekk þar sem nemendur tóku virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum. Dagskráin hófst með umfjöllun um starfsemi íþrótta- og æskulýðsfélaga í bænum. Því næst var myndefni sýnt þar sem fram komu þau atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að forðast fíkniefni. Þá var nemendum skipt í vinnuhópa þar sem þessi málefni voru rædd nánar, niðurstöður skráðar og færðar á heimasíðu verkefnisins, www.forvarnardagur.is

Þann 8. nóvember afhenti Guðjón Arngrímsson varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, höfðinglega gjöf fyrir hönd félagsins til Sveitarfélagsins Garðs. Þetta eru tvær myndir eftir Braga Einarsson listamann og Garðbúa með meiru, sem hann málaði árið 1991 í tilefni að opnun Sæborgu sem þá var félagsheimili Verkalýðsfélagsins en er nú æskulýðsmiðstöð og tónlistarskóli Garðs. Myndirnar eru 200 cm á hæð og 140 cm breiðar og bera heitin Verkakona og Sjómaður. Þeim hefur verið fundinn staður í anddyri bæjarskrifstofunnar að Sunnubraut 4. Sveitarfélagið Garður þakkar Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Á myndinni eru Oddný Harðardóttir bæjarstjóri, Guðjón Arngrímsson og Bragi Einarsson. Myndina tók Páll Ketilsson.

Ritinu er ætlað að opna augu fólks og vekja áhuga á þessum forvitnilegu slóðum. Eftir að hafa kynnt sér efni þess í ró og næði heima fyrir, er einkar hentugt að taka það með sér í bílinn, aka á einhvern þeirra staða, sem fjallað er um, og njóta síðan leiðsagnar þess um sögu, minjar og landslag.

Ritið byggist á efni sem leiðsögumenn Reykjaness fluttu á sagnakvöldum víðs vegar á Reykjanesi á tímabilinu desember ´05 – apríl ´07.
Sigrún Jónsd. Franklín skipulagði sagnakvöldin, tók efnið saman, ritstýrði og sjf menningarmiðlun er útgefandi að ritinu.

Ritið er 141 bls., prýtt fjölda mynda og kostar kr. 3.500. Ritið er til sölu í verslunum Eymundssonar, í Saltfisksetrinu í Grindavík, Fræðasetrinu í Sandgerði, Byggðasafninu á Garðskaga og í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjanesbæ. Jafnframt er hægt að hafa samband við sjf menningarmiðlun um kaup og kynningu á riti.

sjf menningarmiðlun, sjf@internet.is eða gsm. 6918828.

Vignir Bergmann var að gefa út í samvinnu við Geimstein 14 frumsamin lög við texta Bjartmars Hannessonar. Textarnir eru raunsannar mann- og þjóðlífslýsingar af Suðurnesjum, oft með léttu yfirbragði og spanna tímabilið frá Tyrkjaráninu 1627 til brotthvarfs Leoncie úr Sandgerði 2005. Vignir og Bjartmar voru bekkjarbræður í Barna og Gagnfræðiskóla Keflavíkur á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og eru uppvaxtarárunum höfunda í „Bítlabænum“ gerð góð skil. Umslagið hannaði Bragi Einarsson og er hver texti myndskreyttur eftir hann. Einnig er þar að finna „prologus“ um tilurð laganna. Rúnar Júlíusson syngur eitt lag

Færðu mig upp fyrir alla muni!