3807

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bókasafnið í Garði er aðili að Rafbókasafninu.

14. febrúar

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis bókasafna hf. og Borgarbókasafns Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að bjóða almenningi upp á aðgang að fjölbreyttu úrvali raf- og hljóðbóka.

Nú er  Rafbókasafnið aðgengilegt lánþegum nær allra almenningsbókasafna á Íslandi eða 62 söfnum. Flestar bækurnar eru á ensku en ráðgert er að í framtíðinni verði einnig hægt að fá íslenskt efni lánað í Rafbókasafninu. Rafbókasafnið byggir á OverDrive rafbókaveitunni sem býður bókasöfnum um allan heim samskonar þjónustu.

Til að tengjast Rafbókasafninu þurfa lánþegar að hafa gilt bókasafnskort og PIN-númer hjá sínu bókasafni.

Rafbókasafnið er að finna á vefslóðinni http://rafbokasafn.is eða http://rafbókasafnið.is

Nánari upplýsingar um Rafbókasafnið fást á Bókasafninu í Garði.

Opið: mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14.30 – 17.30. Sími: 422 7420.

Skjámynd af heimasíðu rafbókasafnsins.
Mynd af anddyri Gerðaskóla og bæjarbókasafns.
Færðu mig upp fyrir alla muni!