2778

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Auðarstofa tók þátt í umhverfisátaki í Garði

Félagsstarfið Auður, 60 ára og eldri í Garði lagði sitt af mörkum í hreinsunarátakinu fyrr í vor. Um tíu félagskonur tóku að sér að hreinsa til við Kothúsaveg þar sem var m.a. mikið rusl fast í girðingum og þess háttar. Að lokinni tiltekt var fiskvinnslan í Kothúsum heimsótt en þeir sem tóku þátt fengu einnig grillveislu frá sveitarfélaginu í þakklætisskyni fyrir framlag sitt. Meðfylgjandi myndir sýna hreinsunarvinnu kvennanna og grillveisluna sem haldin var í Auðarstofu. Að sögn forstöðusystranna í Auðarstofu var frábært að sjá hversu mikinn áhuga og dugnað þær sýndu í verkefninu og greinilegt að þær láta ekki aldurinn á sig fá og sinna því sem sinna þarf af gleði og ánægju.

Fyrirliði landsliðsins í kvennaknattspyrnu Katrín Jónsdóttir og Ásta Árnadóttir varnarmaðurinn knái gáfu bæjarstjóranum miða á landsleikinn á móti Grikklandi. Bæjarstjórinn leit við á æfingu hjá stelpunum á Garðsvelli og fékk mynd af sér með liðinu. Stelpurnar okkar voru hressar og bjartsýnar og ánægðar með aðstæður til æfinga í Garðinum. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum á morgun fimmtudag kl. 16:30. Liðið þarf að sigra Grikki og ná jafntefli við Frakka til að komast á EM í knattspyrnu sem yrði sögulegur árangur. Garðbúar senda landsliðinu baráttukveðjur og allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta á leikinn. Áfram Ísland!

Mynd fotbolti.net: Ásta Árnadóttir tekur innkast með stæl og beitir kraftstökki. Þess má geta að Ásta er ættuð úr Garðinum og er systurdóttir bæjarstjórans.

Í fjórða sinn halda íbúar í Garði bæjarhátíð sína, Sólseturshátíðina. Hátíð þessi er haldin í þeim megintilgangi að styrkja vináttu og sambönd en ekki síst til að gleðja börnin með þroskandi verkefnum sem veita gleði og góðar minningar. Verum þess minnug þegar við göngum um gleðinnar dyr að þetta er ekki síst hátíð barnanna okkar og sýnum að við getum skemmt okkur á ábyrgan og uppbyggilegan hátt.

Dagskrá Sólseturshátíðar í Garði

Föstudagur 27. júní
13:00 Þeir sem eru með húsbíla, tjöld, tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi koma sér fyrir á svæðinu. Athygli skal vakin á því að tjaldstæðin eru ekki fyrir aðila yngri en 18 ára nema í fylgd fullorðinna.
13:00 - 17:00 Byggðasafnið á Garðskaga opið.
13:00 - 17:00 Gallerí Garðskagi, markaður í Vitavarðarhúsinu.
13:00 - 24:00 Flösin opin.
16:00 - 19:00 Sýningar opnar víðsvegar um bæinn.
Sæborg. Málverkasýning Braga Einarssonar.
Gerðaskóli. Saumuð myndverk eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Garðhúsum.
Bæjarskrifstofur. Málverkasýning, myndir eftir Gunnar Örn.
Gauksstaðir gallerí. Myndlistarsýning Ara Svavarssonar og Ágústu G. Malmquist.
Auðarstofa. Handverkssýning eldri borgara.
Byggðasafnið á Garðskaga. Dagmar Róbertsdóttir er með sýningu. Sýningin er opin 13:00-17:00.
17:00 - 18:00 Samkaup grillar handa gestum og gangandi. Gott tilboð á grillmat, meðlæti, gosi o.fl. alla helgina.
17:00 - 20:30 Grillveislur um allan bæ. Fjölskyldur og vinir grilla saman.
20:00 Fótbolti

Færðu mig upp fyrir alla muni!