3831

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Atkvæðagreiðsla um nýtt nafn verður rafræn

22. mars

Tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs munu líta dagsins ljós í apríl. Þá fá íbúar sveitarfélaganna upplýsingar og tíma til að vega og meta tillögurnar áður en gengið verið til rafrænnar atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að útbúin verður rafræn kjörskrá með öllum íbúum í sveitarfélögunum tveimur sem eru fæddir 2001 eða fyrr.

Tillögurnar verða kynntar í sérstöku smáforriti þar sem hægt er að greiða atkvæði. Hægt verður að greiða atkvæði í tölvum, símum og spjaldtölvum. Boðið verður upp á aðstoð í ráðhúsum sveitarfélaganna og á bókasöfnum. Atkvæðagreiðslan verður opin í sjö daga, þannig að allir ættu að geta fundið tíma til að taka þátt.

Til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þarf að nota Íslykil eða rafræn skilríki. Þeir sem ekki eru með annað hvort, geta sótt um rafræn skilríki í sínum viðskiptabanka eða fengið Íslykil sendan í heimabanka.

Sjálfseignarstofnunin Íbúar.is sjá um rafrænu atkvæðagreiðsluna, en félagið hefur sinnt samráðsverkefnum og atkvæðagreiðslum fyrir önnur sveitarfélög, t.d. Reykjavíkurborg og Kópavog.

Færðu mig upp fyrir alla muni!