3855

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Atkvæðagreiðsla um nýtt nafn hafin!

4. maí

Atkvæðagreiðsla um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs er hafin og stendur fyrri umferð til kl. 23.59 fimmtudaginn 10. maí. Valið stendur milli fimm tillagna að nöfnum, en hægt er að lesa um tillögurnar og kjósa á www.sameining.silfra.is 

Til að kjósa þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil. 

Allir íbúar í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt. Óháð þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. Við hvetjum því alla til að taka þátt!

Í síðari umferð verður kosið milli þeirra tveggja nafna sem fá flest atkvæði og stendur hún frá 11. maí til 17. maí.  Áætlað er að talning atkvæði  úr fyrri umferðinni fari fram í Golfskálanum í Sandgerði í hádeginu þann 11. maí, þá verður ljóst milli hvaða nafna verður kosið í seinni umferð.

Hér má finna  leiðbeiningar  fyrir atkvæðagreiðsluna á íslensku, ensku og pólsku.

Hægt er að fá aðstoð við að kjósa í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði.

Atkvæðagreiðslan fer fram í samstarfi við ibuar.is sem sérhæfa sig í samráði við íbúa.

Mynd úr leiðbeiningum um nafnakosningu Garðs og Sandgerðis
Færðu mig upp fyrir alla muni!