3806

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Öskudagshátíð í íþróttahúsinu í Garði.

11. febrúar

Á öskudag, miðvikudaginn 14. febrúar, verður hin árlega öskudagshátíð fyrir börn og ungmenni í íþróttahúsinu í Garðinum. Hátíðin hefst kl. 16:00 og mun standa í rúma klukkustund.

Guðríður íþróttakennari og Þórunn Katla kennari munu stýra hátíðinni með aðstoð starfsmanna í félagsmiðstöð og ungmenna í sameiginlegu nemendaráði Gerðaskóla og Eldingar.

Gauja stjórnar marseringu og öðru fjöri af sinni alkunnu snilld, síðan verður kötturinn sleginn úr tunnum og allir fá svo góðgæti í lok hátíðar.

Allir krakkar velkomnir og foreldrar sérstaklega hvattir til að taka þátt í marseringunni með krökkunum.

Mynd frá fyrri Öskudagshátíð í Garði. Tvö lítil að marsera. Krúttlegt.
Auglýsingin fyrir Öskudagshátíðina í Garðinm 2018.
Færðu mig upp fyrir alla muni!