3854

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Ársreikningur 2017 – góð afkoma.

4. maí

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs þann 2. maí sl. var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017 samþykktur samhljóða.  Þessi ársreikningur er ekki aðeins sá síðasti sem núverandi bæjarstjórn afgreiðir nú í lok kjörtímabilsins, heldur er þetta síðasti ársreikningurinn fyrir Sveitarfélagið Garð, þar sem sveitarfélagið mun sameinast Sandgerðisbæ í næsta mánuði.

Ársreikningurinn felur í sér mjög góða afkomu sveitarfélagsins á árinu 2017, auk þess sem efnahagslegur styrkur er mikill.  Tekjur voru nokkuð meiri en áætlun hafði gert ráð fyrir og daglegur rekstur var nánast eftir áætlun.  Vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga var gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga nokkuð hærri en áætlun hafði gert ráð fyrir.

Í fjárhagsáætlun 2017 var gert ráð fyrir að heildartekjur yrðu 1.362 milljónir, en í ársreikningi kemur fram að heildartekjur voru alls 1.450 milljónir.  Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs var afgangur upp á 95 milljónir, en var áætlaður 51 milljón.  Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningi A og B hluta var afgangur 106 milljónir, en var í fjárhagsáætlun áætlaður 44 milljónir.

Veltufé frá rekstri nam 222 milljónum og handbært fé frá rekstri var 239 milljónir.  Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum numu alls 166 milljónum.  Handbært fé í árslok var alls 523 milljónir og hækkaði um 66 milljónir á árinu 2017.

Heildar eignir sveitarsjóðs í A hluta voru í árslok 2017 alls 3.186 milljónir og heildar eignir í samanteknum reikningi A og B hluta 3.376 milljónir.  Sem fyrr eru engar vaxtaberandi skuldir við lánastofnanir hjá sveitarsjóði í A hluta, en í B hluta nema þær 60 milljónum.  Heildar skuldir og skuldbindingar A og B hluta voru í árslok 631 milljónir, þar af eru lífeyrisskuldbindingar 227 milljónir.

Af framansögðu er ljóst að fjárhagsleg staða Sveitarfélagsins Garðs er mjög góð, sem er ánægjulegt fyrir bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins sem hafa í sameiningu unnið af heilindum að því að ná þeim árangri sem við blasir. 

Mynd frá ríkisskattstjóra. Ársreikningaskil.
Færðu mig upp fyrir alla muni!