39

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Eldri borgarar

Þjónusta fyrir aldraða sem í boði er í sveitarfélaginu Garði. 

Í sveitarfélaginu eru 10 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmið með byggingu íbúða fyrir aldraða er að bjóða upp á íbúðir sem henta öldruðum vel og að þeir eigi möguleika á að fá þjónustu frá bæjarfélaginu. Garður býður upp á heimilishjálp og heimsendingu matarbakka.  Félagsleg heimaþjónusta er veitt skv. lögum um málefni aldraðra frá árinu 1999. Ekki er boðið upp á dagvistun fyrir aldraða í sveitarfélaginu. 

Auðarstofa er að Heiðartúni 2 og þar fer fram félagsstarf fyrir 60 ára og eldri. Einnig er starfsemin í Auðarstofu fyrir öryrkja. Í boði er ýmiskonar handavinna svo sem, postulínsmálun, glerbræðsla, tyffanis gler, leir, bútstilla, kertaskreytinagar, þæfð ull og skartgripagerð eða að taka prjónana eða aðra handavinnu með að heiman.

Ferðalög, skemmtanir og kvöldvökur eru auglýstar í Auðarstofu. Ekkert þáttökugjald, það þarf aðeins að borga efniskostnað. 

Það er stefna sveitarfélagsins að stuðla að því að aldraðir geti búið í eigin húsnæði eins lengi og kostur er. Í samræmi við þá stefnu er veittur tekjutengdur afsláttur eða niðurfelling á fasteignagjöldum.

Gjaldfrítt er í sund fyrir alla íbúa Garðs.  Einnig fá  elli-og örorkulífeyrisþegar með lögheimili í Garði  gjaldfjálsan aðgang í þrektækjasal fyrir kl. 17:00. 

 

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk hjá félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga í síma 420 7500 og eða á bæjarskrifstofunni í síma 422 0200

100 ára afmæli Garðs, listasýningar, aldraðir í Garði
100 ára afmæli Garðs, listasýningar, aldraðir í Garði
Færðu mig upp fyrir alla muni!