3876

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 171. fundur 6. júní 2018

171. fundur bæjarstjórnar.
Haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, 6. júní 2018
og hófst hann kl.17:30

Fundinn sátu:
Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Jónína Holm, Pálmi S. Guðmundsson, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri og Halla Þórhallsdóttir.
Fundargerð ritaði: Halla Þórhallsdóttir, skrifstofustjóri.

Dagskrá:
1.
Bæjarráð - 295 - 1804003F
Fundur dags. 09.05.2018.
1.1
1802014 - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.2
1610010 - Ferskir vindar 2017 - 2018
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.3
1609007 - Íþróttamiðstöð: ósk um fjölgun búningsklefa
Lagt fram.

1.4
1805009 - Gerðaskóli: ósk um fjárveitingu til tölvukaupa
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

1.5
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

1.6
1801010 - Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2018
Lagt fram.

1.7
1802015 - Fundagerðir Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2018
Lagt fram.

2.
Bæjarráð - 296 - 1805003F
Fundur dags. 24.05.2018.
2.1
1802014 - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.2
1801024 - Fjárhagsáætlun 2018 - tillaga um viðauka
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.3
1804018 - Rekstraryfirlit 2018
Lagt fram.

2.4
1804028 - Félagsþjónusta:skýrsla vegna úttektar á barnavernd.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.5
1805019 - Leikskólinn Gefnarborg:fjölgun skipulagsdaga
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.6
1802027 - Styrkumsóknir - 2018
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.7
1805026 - Ferðamálastofa:framlag til Markaðsstofu Reykjaness
Lagt fram.

2.8
1805017 - Kennarafélag Reykjaness: ályktun stjórnar
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.9
1712007 - Sameining sveitarfélaga:undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags sbr. 122. gr. sveitarstjórnarlaga
Lagt fram.


2.10
1801004 - Skiptastjórn DS
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.11
- Skipulags- og bygginganefnd - 42
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs á öllum liðum fundargerðar 42. fundar Skipulags-og byggingarnefndar dags. 22.05.2018.

2.12
1712017 - Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir
Lagt fram.

Til máls tóku: PG, MS, EJP

3.
Skólanefnd - 62 - 1803004F
Fundur dags. 29.05.2018.
3.1
1803015 - Minnisblað um meðferð á niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum í 9. bekk grunnskóla
Lagt fram.

3.2
1805031 - Skóladagatal Gerðaskóla 2018 - 2019
Lagt fram.

3.3
1805032 - Skólapúlsinn niðurstöður 2018 og samanburður fyrri ára
Lagt fram.

3.4
1805034 - Val á unglingastigi.

3.5
1805033 - Gerðaskóli: ráðningar fyrir skólaárið 2018-2019
Bæjarstjórn tekur undir þakkir Skólanefndar til Jóhanns Geirdal skólastjóra Gerðaskóla, fyrir gott og gefandi samstarf. Jóhann mun láta af störfum vegna aldurs í lok þessa skólaárs.
Lagt fram.

Til máls tók: EJP

4.
Umhverfisnefnd - 13 - 1805002F
Fundur dags. 15.05.2018.
4.1
1611008 - Blái herinn: hreinsun
Lagt fram.

4.2
1505029 - Skógrækt og skjólbelti í Garði
Afgreiðsla Umhverfisnefndar samþykkt samhljóða.

4.3
1705005 - Umhverfismál
Lagt fram.

Til máls tóku: BK, EJP

5.
Fjölskyldu- og velferðarnefnd: fundargerðir 2018 - 1801002
139. fundur dags. 24.05.2018.
Samþykkt samhljóða að staðfesta verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um húsnæði og þjónustu við fatlað fólk, 18 ára og eldri, á heimilum sínum. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

Til máls tók: EJP

6.
Samband íslenskra sveitarfélaga: fundargerðir 2018 - 1802008
a) 859. fundur stjórnar dags. 27.04.2018. b) 860. fundur stjórnar dags. 18.05.2018.
Fundargerðirnar lagðar fram.

7.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: fundargerðir 2018 - 1801011
731. fundur stjórnar dags. 09.05.2018.
Fundargerðin lögð fram.

8.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja: fundargerðir 2018 - 1803014
13. fundur dags. 22.02.2018.
Lagt fram.

9.
Reykjanes jarðvangur ses - fundargerðir 2018 - 1803017
a) 43. fundur stjórnar dags. 27.04.2018. b) 44. fundur stjórnar dags. 23.05.2018.
Fundargerðirnar lagðar fram.

10.
Heklan Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja - fundargerðir 2018 - 1802013
65. fundur dags. 23.05.2018.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: PG, EJP

11.
Öldungaráð Suðurnesja: fundargerðir 2018 - 1801010
Fundur stjórnar dags. 28.05.2018.
Fundargerðin lögð fram.

12.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis - fundargerðir - 1712017
14. fundur stjórnar dags. 04.06.2018.
Bæjarstjórn tekur undir með undirbúningsstjórn þar sem hún þakkar ráðgjöfum og bæjarstjórum fyrir gott samstarf og vel unnin störf. Bæjarstjórn þakkar einnig starfsmönnum sveitarfélaganna fyrir góða samvinnu við undirbúning sameiningar sveitarfélaganna.
Lagt fram.

Til máls tóku: JM, EJP

13.
Gerðaskóli: ósk um aukningu á stöðugildum - 1806001
Erindi dags. 31.05.2018.
Í erindi frá stjórnendum Gerðaskóla er óskað eftir auknum stöðugildum við skólann sem nemur 1,35 stöðugildum, til þess að hægt verði að ná betur utan um agamál í skólanum. Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til bæjarráðs.

Til máls tók: EJP

14.
Skiptastjórn DS - 1801004
Úthlutunargerð vegna slita DS.
Samþykkt samhljóða að staðfesta úthlutunargerð vegna slita DS, sem samþykkt var af fulltrúum allra eigendasveitarfélaga á fundi Skiptastjórnar þann 30.05.2018.

Til máls tóku: PG, JM, EJP, MS

15.
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - 1802014
Niðurstöður kosninga.
Í sveitarstjórnarkosningum þann 26.05.2018 var kosið til bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Á kjörskrá voru alls 2.356, atkvæði greiddu 1.485 eða 63,03%. Auðir og ógildir seðlar voru alls 49. Gild atkvæði féllu þannig, að B-listi hlaut 237 atkvæði, eða 16,5% og 1 bæjarfulltrúa. D-listi hlaut 496 atkvæði, eða 34,5% og 3 bæjarfulltrúa. H-listi hlaut 283 atkvæði, eða 19,7% og 2 bæjarfulltrúa. J-listi hlaut 420 atkvæði, eða 29,3% og 3 bæjarfulltrúa.
Lagt fram.

Til máls tók: EJP

Bókun forseta bæjarstjórnar.
Nú er liðið að lokum kjörtímabils bæjarstjórnar, sem er sú síðasta í sögu Sveitarfélagsins Garðs.

Fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn 3. mars 2004 í fundarsal samkomuhússins í Garði.
Á þeim fundi áttu sæti tveir af núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gísli Heiðarsson og Einar Jón Pálsson. Ritari þess fundar var sá sami og ritar hér fundargerð, Halla Þórhallsdóttir. Alls hafa fundir bæjarstjórnar verið 171 og hafa 32 aðal- og varabæjarfulltrúar setið þessa fundi sem og 4 bæjarstjórar. Sá sem setið hefur flesta fundi er núverandi forseti bæjarstjórnar eða 161 alls.

Við þau merku tímamót að nýtt og sameinað sveitarfélag verður til hafa fimm af sjö bæjarfulltrúum Garðs ákveðið að láta staðar numið og gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þessir bæjarfulltrúar hafa mikla reynslu að baki og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra góðu störf fyrir sveitarfélagið.

Nú þegar Sveitarfélagið Garður sameinast Sandgerðisbæ og ný bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur til starfa, lætur Halla Þórhallsdóttir skrifstofustjóri og ritari bæjarstjórnar af starfi sem ritari bæjarstjórnar. Halla ritaði fyrstu fundargerð fyrir hreppsnefnd Gerðahrepps 2. september 1998 og hefur ritað fundargerðir bæjarstjórnar frá fyrsta fundi. Ekki liggur fyrir hve margir fundirnir eru orðnir í heild en af þeim 171 fundi bæjarstjórnar hefur hún annast fundarritun á 141 fundi.
Bæjarstjórn færir Höllu Þórhallsdóttur kærar þakkir fyrir hennar störf og trúmennsku, fyrst sem ritari hreppsnefndar og síðar sem ritari bæjarstjórnar.

Fyrir hönd bæjarstjórnar vil ég þakka öllu starfsfólki sveitarfélagsins fyrir störf þeirra og gott samstarf á liðnum árum og þá vil ég sérstaklega þakka bæjarstjóra og ritara bæjarstjórnar ánægjulegt og mjög gott samstarf. Starfsfólki og bæjarfulltrúum óska ég gleðilegs sumars og farsældar í þeim störfum sem eru framundan.

Framtíð hins nýja sveitarfélags er björt og tækifærin mörg. Íbúum öllum óska ég farsældar og vona að við öll horfum til framtíðar með bjartsýnina að leiðarljósi, þannig náum við langt.

Ég segi síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs slitið.

Fundi slitið kl. 18:30

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
miðvikudagur, 6. júní 2018 - 17:30
Færðu mig upp fyrir alla muni!