3877

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Bæjarstjórn: 138. fundur 29.maí 2015

138. fundur bæjarstjórnar haldinn á bæjarskrifstofu Sunnubraut 4, föstudaginn 29. maí 2015 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu: Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar, Jónína Magnúsdóttir, Gísli Heiðarsson, Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir, Pálmi S. Guðmundsson, Álfhildur Sigurjónsdóttir og Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Halla þórhallsdóttir skrifstofustjóri.

Dagskrá:
1. 1504039 - Ráðning skólastjóra Gerðaskóla.
Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi mætti á fundinn. Farið var yfir umsóknir um stöðu skólastjóra Gerðaskóla, en umsóknarfrestur um hana rann út 11. maí sl. Gerðs var grein fyrir ráðningarferli og störfum vinnuhóps sem vann að því í umboði bæjarastjórnar.

Alls sóttu sex umsækjendur um stöðuna, þrír umsækjendur voru boðaðir til viðtala og stóð endanlegt val milli tveggja umsækjenda.

Samþykkt samhljóða að bjóða Jóhanni Gísla Geirdal Gíslasyni stöðuna. Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningunni og birta nöfn umsækjenda á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

Nefnd eða ráð: 
Dagsetning fundar: 
föstudagur, 29. maí 2015 - 13:00
Færðu mig upp fyrir alla muni!