10

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Íþróttamiðstöð og sundlaug

Íþróttamiðstöðin í Garði.
Garðbraut 94
250 Garður
Sími: 422 7300
Íþróttamiðstöðin á facebook.
Heimasíða íþróttamiðstöðvar.

Forstöðumaður.
Jón Hjálmarsson.
Netfang: jon@ig.is
894-6535 & 422-7300

Íþróttamiðstöðin í Garði er fullbúið íþróttahús fyrir alla íþróttaiðkun og keppnir í öllum íþróttagreinum s.s körfubolta, fótbolta og handbolta.
Rafdrifnar körfur eru í lofti og mörk fyrir bæði handbolta og fótbolta. Battar eru með langhliðum salarins og hentar salur íþróttamiðstöðvarinnar vel fyrir sýningar, ráðstefnur og stórar árshátíðir.

Miðstöðin býður upp á íþróttasal með löglegum völlum og búnaði fyrir allar almennar íþróttagreinar, 25 metra sundlaug sem er lögleg keppnislaug, tveir heitir pottar, vaðlaug, gufubað og góð rennibraut auk mjög góðrar aðstöðu til sólbaða.

Á neðri hæð þjónustuhússins er salur sem nýttur er í yoga, dans og aðra slíka líkamsrækt og þrír ljósabekkir með líkamslagi, sem eykur þægindin til muna.

Á efri hæð þjónustuhússins er nýr þreksalur með með nýjustu tækjalínu frá TechnoGym sem býður upp á marga   nýja og spennandi möguleika í líkamsrækt, en salurinn var opnaður formlega  26. janúar 2015.


Vetraropnunartími er frá 26.ágúst – 31.mai:
Mánudaga- föstudaga 6:00-8:00 og 15:30-20:30 (Þrek frá 06:00 - 21:00)
Laugardaga og sunnudaga 10:00-16:00

Sumaropnunartími er frá 1.júní – 25.ágúst:
Mánudaga-föstudaga   6:00-21:00
Laugardaga og sunnudaga  10:00-18:00             

Líkamsræktarsalurinn er vel búinn  með Tecno Gym þrektækjum. Boðið er uppá staka tíma, 10 tíma kort, mánaðar kort eða árskort á góðu verði.

Smelltu hér fyrir gjaldskrá sveitarfélagsins og Íþróttamiðstöðvarinnar.
 

Tjaldstæði fyrir húsbíla og tengivagna
Fyrir utan sundlaugina hefur verið opnað tjaldstæði fyrir húsbíla og tengivagna, aðeins er innheimt fyrir rafmagnsnotkun fyrst um sinn þar sem ekki er komið þjónustuhús á svæðið en WC aðstaða er í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma.

Frá þrekaðstöðu íþróttamiðstöðvar í Garði. Mynd EKV

 

 

Íþróttamiðstöð Garðs, sundlaug.
Íþróttamiðstöð Garðs, íþróttasalur.
Mynd frá þrekaðstöðu íþróttahússins í Garði, sem tekin var í notkun í janúar 2015.
íþróttir, Mannlífið í Garði, sveitarfélagið Garður, fótbolti
Færðu mig upp fyrir alla muni!